Ég var grunaður um morðtilræði árið 1998. (Fúlasta alvara)

Ég var í Frakklandi sumarið 1998 í tungumálaskóla. Þetta sumar var haldið heimsmeistarmót í fótbolta í Frakklandi eins og margir vita. Eftir einn leikinn réðust þýskar fótboltabullur á franskan lögreglumann og lömdu hann í plokkfisk. Lögreglumaðurinn féll í dá, og fékk varanlegann heilaskaða. Leitað var af þessum sökum af óþekktum þýskum manni, sem var með rauðbirkið hár, örlítið þybbinn, og fremur lávaxinn, eða um 170 cm á hæð. Það er skemmst frá því að segja, að ég smell passaði við þessa lýsingu, og var með rauðbirknara hár þá en nú. Ég reyndar vissi ekkert af þessu, þar sem ég fylgdist ekki með fréttum meðan ég var úti.

Einn daginn var ég á röltinu með Markúsi, þýskum vini mínum. Kemur þá lögreglubíll að okkur, og út úr bílnum koma tveir lögregluþjónar. Annar þeirra gengur til mín og spyr um þjóðerni mitt. Því næst var ég beðinn um skilríki. Ég var ekki með nein skilríki. Þá biðja þeir vin minn um skilríki. Viti menn, hann var auðvitað með þýskt ökuskírteini í veskinu. Þá byrjuðu þeir að spyrja mig hastir af hverju í andskotanum ég væri ekki með skilríki og fleira í þeim dúr. Urðu þeir nokkuð ágengir, og voru t.a.m. byrjaðir að þúa mig í pirringi, en ég man ekki lengur nákvæmlega út af hverju sá pirringur reis. Þýski vinur minn, og annar franskur, sem hafði komið að okkur örlítið síðar, urðu alveg brjálaðir yfir því að lögreglumennirnir væru að þúa mig, en lögreglumenn í Frakklandi eiga að þéra borgarana þegar þeir sinna skyldustörfum. Þeir voru að því komnir að biðja mig að setjast inn í bílinn og færa mig til rannsóknardómara, en okkur tókst á endanum að gera þá vissa um að ég væri íslenskur, og gæti ekki verið sá eftirlýsti.

Einn Þjóðverji var fundinn sekur um morðtilræði út af þessu máli, og fjórir voru fundnir sekir um alvarlega líkamsárás. Ég eignaðist skemmtilega sögu til að segja :-)

Það er minnst á þetta mál í þessari wikipediu grein.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Jedúddamía drengur...

Aðalheiður Ámundadóttir, 26.2.2009 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband