Guðs réttlæti

32Þegar Ísraelsmenn voru í eyðimörkinni stóðu þeir einhverju sinni mann að því að safna viði á hvíldardegi. 33Þeir sem stóðu hann að verki leiddu hann fyrir Móse, Aron og allan söfnuðinn. 34Þeir settu hann í varðhald því að enn hafði ekki verið ákveðið hvað gera skyldi við hann.
35Þá sagði Drottinn við Móse:
„Þennan mann verður að lífláta, allur söfnuðurinn skal grýta hann utan við herbúðirnar.“ 36Allur söfnuðurinn fór þá með hann út fyrir herbúðirnar og grýtti hann til bana eins og Drottinn hafði boðið Móse.

4. Mósebók 15:32-36

Ég bið fólk um að horfa á þetta jútjúb myndband:

http://www.youtube.com/watch?v=v3JL3uMUd74&feature=related

Ég klökknaði þegar ég sá síðustu myndirnar frá mín 2:46 og áfram, og mér líður enn illa.

Siðferðisáherslur "Guðs" í lögmálinu, eru fáránlegar. Ég skora á einhvern að reyna að finna ákvæði í lögmálinu, sem er sérstaklega hannað til að vernda börn gegn kynferðislegri misnotkun. Eða ákvæði þar sem ofbeldi gegn börnum er sérstaklega fordæmt. Ég meina, það eru þarna auðvitað bráðnauðsynleg ákvæði á borð við þau að ekki megi krúnuraka sig (3. Mós19:27), að ekki megi skaða ávaxtatré með öxi meðan setið er um borgir (5. Mós 21:19), að æðstiprestur megi ekki saurga sig með því að dvelja undir sama þaki og lík (3. Mós 21:11), ekki megi sjóða kiðling í mjólk móður sinnar (2. Mós 23:19), ekki skuli refsa þrælahaldara þó að hann lemji þræla sína (2. Mós 21:20-21), að dauðasök sé að hafa samfarir við konu sem er á blæðingum (3. Mós 20:18), og þegar þú kaupir börn sem þræla, fyrir alla muni, láttu það vera útlensk börn, en ekki ísraelsk (3. Mós 25:45-46), þetta er aðeins brota brot af þeim fjölmörgu fjölbreyttu boðum sem var örugglega alveg lífsnauðsynlegt að Ísraelar héldu í heiðri.

Guð sá sér fært að eyða plássi til að segja að börn mættu alls ekki veitast að foreldrum sínum, og að grýta ætti óþekka og þrjóska stráka til dauða, ef þeir hlýddu ekki mömmu og pabba þrátt fyrir að reynt hafi verið að berja þá til hlýðni (5. Mós 21:18-21), og að drepa ætti alla sem bölva föður sínum eða móður sinni (3. Mós 20:9). Hér er verið að tala um að grýta, lemja og drepa börn.

Bendi svo á færslunarnar "En þetta er bara Gamla testamenntið" og "Nytsöm til fræðslu"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Guðjónsson

En þetta sýnir okkur hvað grýtingar eru ljótar og sorglegar. Það er óhuggulegt að sjá.

Sindri Guðjónsson, 28.1.2009 kl. 18:46

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

NonStampCollector er snillingur, þetta myndband hans er mesta snilld sem ég hef séð á YouTube!

Annars var ég að lesa gömul tölublöð Bjarma (bjarmi.is eða .net) og þar var einmitt verið að reyna að réttlæta það að grýta manninn sem safnaði eldiviðinum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.1.2009 kl. 19:32

3 identicon

Fyrst var þetta ógeðslega fyndið myndband en svo var þetta ógeðslega sorglegt.  Það hefur ekki verið auðvelt fyrir ísraelsmenn að vera útvalin þjóð Guðs.  En svona var lögmálið ófullkomið.  Núna lifum við á náðartímum.  Í þá daga kom dómurinn strax.  Afleiðingar allrar syndar er því miður dauði.  Maðurinn braut vísvitandi helgi hvíldardagsins.  Maðurinn var alinn upp við lögmálið og vissi vel á hvaða hátt hann var að brjóta af sér og hverjar afleiðingarnar yrðu.  Í dag skiljum við kannski ekki alveg af hverju þessi hvíldardagur á að vera svona heilagur. 

4. mós. 15:27  Ef einhver maður syndgar af vangá, skal hann fórna veturgamalli geit í syndafórn.  (Hann verður ekki grýttur en fær fyrirgefningu)

Þetta vers er rétt á undan og bendir til þess að þetta hafi ekki verið synd af vangá heldur ásetningur um að vanvirða heilagan hvíldardag og lög um fórnir.  Kaflinn er m.a. um brennifórnir og maðurinn var að safna spýtum.  Hann var ekki að safna eldiviði fyrir fjölskylduna.

Ég skil svo sannarlega ekki öll þessi dráp og langar ekki til að réttlæta þau en ég trúi samt á það að setja hlutina fram í réttu samhengi.

Heiðrún (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 22:01

4 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Heiðrún, það skiptir akkúrat engu máli. Grýtingar eru ógeðslegar. Hann braut hvíldardagshelgina viljandi. Drepum hann með því að láta lýðinnn grýta hann til bana. Hvílikur viðbjóður. Þú myndir aldrei reyna að réttlæta svona hrottalega grimmd í kóraninum, eða neins staðar annarsstaðar. Það er ekki rökrétt að sjá fyrir sér þetta rit sem innblásið af alvitrum snillingi. Þú þarft stöðuglega að afsaka það. Múslimar grýta líka, og bara þá sem syndga gegn Allah af yfirlögðu ráði. Jafn sorglegt.

Sindri Guðjónsson, 29.1.2009 kl. 00:28

5 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Já, og þetta myndband á ekki að vera nein bókstafleg frásögn. Það er meira eins og þáttur sem byggir á sannsögulegum atburðum. Ástæðan fyrir því að ég lét myndbandið fylgja með, var til þess að fólk gæti fengið að sjá grýtingar með eigin augum. Guð sem fyrirskipar þær, er ekki góður.

Sindri Guðjónsson, 29.1.2009 kl. 00:36

6 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Heiðrún, svo mættir þú lesa "Nýja testamenntið um konur" og "Jóni Vali svarað".

Sindri Guðjónsson, 29.1.2009 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband