2. Mós 4:11

Drottinn svaraði honum: „Hver gefur manninum munn, hver gerir hann mállausan eða heyrnarlausan, sjáandi eða blindan? Er það ekki ég, Drottinn?


Síðasti séns til að kaupa harðfisk

Kristnir næstumþvíbókstafstrúarmenn hafa nú árum saman bent okkur á að heimsendir sé á allra næstu grösum. Til dæmis hafa Hvítasunnumenn frá upphafi lagt áherslu á að síðustu tímar væru runnir upp. Margar keimlíkar trúarhreyfingar segja það sama.

Ég hef oft hlustað á Vörð Leví Traustason, þann ljómandi fína mann, forstöðumann Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu, og föður Hvítasunnuhreyfingarinnar á Íslandi, predika. Í ræðunum hefur komið fram, að þegar hann var barn eða unglingur, hafi mikil áhersla verið á það að Jesús kæmi bráðum aftur í Hvítasunnuhreyfingunni. Burthrifningin væri rétt handan við hornið. Það er ekki langt síðan forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri sagði að menn hefðu 3-5 ár til að gera iðrun og hlýða fagnaðarerindinu. 

Þegar ég byrjaði í "bransanum" árið 1993, töldu menn líklegt að Jesús væri alveg að fara að koma aftur. Ég man reyndar sérstaklega eftir predikunum um það í Krossinum, en líka annarsstaðar. Ég reiknaði t.d. ekki með því að verða nokkurntímann afi. Margir töldu líklegt að Jesús kæmi í kringum árið 2000. Enda skapaði Guð heiminn á 6 dögum, og hvíldi sig sjöunda daginn. Í kringum árið 2000 væru um 6000 ár síðan heimurinn var skapaður, og þúsund ára ríkið yrði hvíldartími, líkt og sjöundi dagurinn, og að þeim tíma liðnum 7000 ár liðin frá sköpun heimsins. (Þeir sem vita ekki hvað "þúsundára ríkið" og Burthrifningin ("rapture" á ensku) eru geta lesið um þessu hugtök í upphafi þessarar færslu hér.)

Endatímapredikanir hafa hljómað alveg síðan Hvítasunnuhreyfingin hófst með vakningunni í Asúsastræti árið 1906. Endirinn hefur verið rétt handan við hornið allar götur síðan. Ég las eitt sinn bók eftir fyrrverandi Hvítasunnupredikara og tónlistarmann (eða "lofgjörðarleiðtoga", til að nota lingó hvítasunnumanna), þar sem hann fjallaði um það hvernig hann horfið á gömul riðguð skilti, þegar hann var yngri, um að Jesús væri alveg að fara koma aftur. 

Bækur á borð við "88 reasons why the rapture will be in 1988" voru metsölubækur sem milljónir hvítasunnumanna keyptu árið 1988. Árið eftir kom út bókin "89 reasons why the rapture will be in 1989". Aftur metsölubók. Endatíma predikarar á borð við Hal Lindsey hafa verið gríðarlega vinsælir, og flestir evangelískir næstumþvíbókstafstrúaðir hafa séð myndirnar "Left Behind", sem fjalla um fólk sem skilið var eftir þegar burthrifningin átti sér, og aðstæðum og atburðum endatímanna, sem voru rétt handan við hornið, lýst, í samræmi við meinta spádóma Biblíunnar. 

Brian D. McLaren, sem er fyrrverandi evangelískur næstumþvíbókstafstrúar predikari, og núverandi ekki bókstafstrúaður frjálslyndur predikari, segir í skemmtilegri bók sinni "Generous Orthodoxy", bls 159-160:

Back in the 1960s, we "knew" the Bible taught that the world would end within about 25 years...oops. We also "knew" from the Bible that it would end through a conflict between the United States/Israel representing God versus the Soviet Union/China representing the devil. Oops again.

Menn hafa ekkert lært af reynslunni. Trúarleiðtogar, og hundruð milljóna sem fylgja þeim, eru þess fullvissir, að núverandi kreppa sé upphafið að endinum. Síðustu tímar eru komir. Aftur.


Á ekki að segja "eitra fyrir honum"?

"Eitri var komið fyrir í fæðubótaefni sem Árni Johnsen þingmaður tók á tímabili og þannig eitrað fyrir hann", stendur í þessari frétt. Á ekki að segja að það hafi verið "eitrað fyrir honum"?

En hvurslags eitur hefur þá virkni, að hendur bólgna upp, og ekkert annað?


mbl.is DV: Eitrað fyrir Árna Johnsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmisagan um konunginn

Ég var í mörg ár evangelískur, náðargjafarvakningar, næst um því bókstafstrúarmaður, sem þýðir að ég átti mesta samleið með Hvítasunnukirkjum, og söfnuðum á borð við Veginn, Krossinn og Kærleikann (sem var ekki til þegar ég var trúaður). Eftir nokkur ár, var ég kominn með upp í kok af þessari tegund af kristindómi af ýmsum ástæðum. Það var byrjað að fjara undan trú minni, og ég var farinn að leita í bækur eftir kristna hugsuði úr ýmsum kirkjudeildum, til að athuga hvort einhver þeirra gæti höfðað betur til mín, eða hvort eitthvað frá þeim mætti nota til að betrumbæta þann kristindóm sem ég hafði aðhyllst. Kristindómur gekk alls ekki lengur upp í mínum huga. Eitt af hundruðum atriða sem "bögguðu" mig, var að mér fannst hálf sturlað, ef ég hugsaði aðeins út í það, að Guð hafi sent son sinn, sem var sjálfur pabbi sinn, til að deyja, af því að allir voru syndarar, út af því að kona sem var mynduð af rifi manns síns, át ávöxt af einhverskonar töfra tré, og að þeir sem tryðu þessu myndu öðlast eilíft líf, en þeir sem tryðu þessu ekki, myndu öðlast eilífa refsingu. (Ég taldi lengst af, að eilífa refsingin væru eilífar kvalir í helvíti, en beygði út af í þeim efnum eitthvað áður en ég hætti að trúa.) 

Ein al besta tilraunin sem ég fann til að gera kristindóminn sæmilega aðlaðandi, ósturlaðan og sanngjarnan, kom frá manni sem hét Aþanasíus. Hann lifði á 4. öld, og er mjög mikilvægur guðfræðingur í Réttrúnaðarkirkjunni (sbr. Gríska Réttrúnaðarkirkjan, Rússneska Réttrúnaðarkirkjan, o.s.frv.). Hann setti fagnaðarerindið fram með dæmisögu, sem var einhverveginn svona:

"Einu sinni var góður kóngur, sem átti mikið konungdæmi með mörgum borgum. Í fjarlægri borg nýttu þegnarnir sér það frelsi sem konungurinn hafði gefið þeim til að gera það sem var rangt. Eftir nokkurn tíma fóru þeir að hafa áhyggjur af því að konungurinn myndi refsa þeim. Smám saman byrjuðu þeir að hata konunginn. Þeir urðu sannfærðir um að þeir væru betur settir án konungsins, og lýstu yfir sjálfstæði borgarinnar.

Fljótlega var hver farinn að gera það sem honum sýndist. Hver höndin var uppi á móti annarri í borginni. Ofbeldi, hatur, lygar, morð, nauðganir, þrælahald, ótti. Konungurinn hugsaði með sér: "Hvað á ég til bragðs að taka? Ef ég ræðst inn í borgina með hervaldi, mun fólkið berjast gegn mér, og ég mun þurfa að drepa svo marga, og þeir sem munu ganga ríki mínu á hönd, munu einungis gera það sökum þeirrar ógnunar sem stafar af hervaldi mínu. Þegnarnir munu hata mig meir en áður. Hvað stoðar það fólkið, ef ég drep það, eða fangelsa það, eða geri það reitt við mig? En ef ég læt þau eiga sig, munu þau gera útaf hvert við annað. Það hryggir mig að hugsa til þeirra þjáninga sem fólkið er að valda hvort öðru.

Konungurinn ákvað að lokum að gera nokkuð óvænt. Hann fór úr sínum konunglega skrúða, og klæddi sig í tötra. Hann fór til borgarinnar, og settist þar að í auðu húsi, við hliðina á öskuhaug. Hann hóf rekstur. Hann fór að vinna við að gera við ónýt húsgögn og annað sem þurfti að laga. Góðvild og heiðarleiki konungsins var svo mikill að fólk hændist mjög að honum. Menn fóru að deila með konunginum áhyggjum sínum og öðru sem hvíldi á þeim, og biðja um ráðleggingar. Hann sagði þeim að uppreisnarmennirnir hefðu blekkt borgarbúa, og betra væri að lifa eftir boðum konungsins, líkt og hann sjálfur gerði. Smám saman vann hann marga borgarbúa á sitt band. Þeir höfðu svo áhrif á samborgara sína, þar til á endanum öll borgin sá eftir uppreisninni, og vildi snúa aftur undir verndarvæng konungsins. En borgarbúar skömmuðust sín, og þorðu ekki að fara til konungsins, þar sem þeir töldu að hann myndi örugglega refsa þeim. En konungurinn í dulargervinu sagði þeim þá góðu fréttirnar: Hann var sjálfur konungurinn, og elskaði þá. Hann héldi engu gegn þeim, og bauð þá velkomna aftur í konungsríki sitt."  (A Generous Orthodoxy. Brian D. McLaren. Bls 57-58).

(Meðal vandamála við þessa dæmisögu er það, að ýmislegt í henni er ekki sérlega Biblíulegt, þegar betur er að gáð. Sagan er snjöll, engu að síður.)


Englar stunda stundum óleyfilegt kynlíf

Ég var að lesa Júdasarbréf nýlega í nýju þýðingunni. Vers 7 er áhugavert, en þar segir: "Gleymið ekki heldur Sódómu og Gómorru og borgunum umhverfis þær sem drýgt höfðu saurlifnað, á líkan hátt og englarnir, og stunduðu óleyfilegt kynlíf."

Þetta minnti mig á gamalt rifrildi sem ég átti við Mofa, í kjölfarið á færslunni "Goðsögur Biblíunnar". Seinna skrifaði ég svo aðra færslu þar sem ég fór nánar í þetta, í tengslum við Enoks bók. Hún hét "Kymök við engla".


Eru guðspjöllin sagnaritun?

Í síðustu færslu fjallaði ég um hversu ólíkar, og að mínum dómi ósamrýmanlegar, frásögur Lúkasarguðspjalls, og Matteusarguðspjalls, eru um fæðingu Jesú. Ég vil bæta örfáum atriðum við, og eru heimildir mínar einkum Bible Anchor Dictionary.

Jafnvel þó að Jósefus hafi af mikilli nákvæmni fjallað um hrottaverk Heródesar á síðustu árum valdatíðar hans, og gert langan lista yfir hans grimmdar verk, er ekki stafur um það að hann hafi drepið öll sveinbörn í Betlehem og nágreni, tveggja ára og yngri (Matt 2:16). Ekki er heldur neitt að finna um þetta hjá öðrum sagnariturum. 

Ágústus keisari lét aldrei skrásetja alla heimsbyggðina, eins og segir í Lúkasi 2:1, né t.d. alla þegna Rómarríkis. Auk þess væri fáránlegt að senda Jósef til Betlehem til að láta skrásetja sig þar, á þeim forsendum að hann væri afkomandi Davíðs konungs í 42. ættliði aftur í tímann (samkvæmt ættartölu Lúkasarguðspjalls, allaveganna). Venjulega skrásettu stjórnvöld fólk til að taka af því skatta, á grundvelli þess að það ætti land, og ferðuðust þangað sem fólkið átti heima.

Matteus 2:1 segir að Jesús hafi fæðst þegar Heródes var konungur. Kýreníus var landstjóri í Sýrlandi þegar Jesús fæddist, samkvæmt Lúkasi 2:2. Heródes dó árið 4 fyrir okkar tímatal, en Kýreníus varð landstjóri í Sýrlandi árið 6 eftir okkar tímatal, tíu árum eftir að Heródes lést. Það er erfitt að láta það stærðfræðidæmi ganga upp.

 

 


Fæðingarsögur guðspjallanna

Samkvæmt Lúkasi bjuggu María og Jósef í Nasaret, og ferðuðust til Betlehem vegna manntals (Lúkas 1:26; 2:4). Eftir að Jesús fæddist, fór Jósef með fjölskylduna til Jerúsalem (Lúkas 2:22), og svo aftur beina leið til Nasaret (Lúkas 2:39). 

Hjá Matteusi virðist fjölskyldan búa í Betlehem er sögur hefjast, og ekkert er þar sem gefur í skyn að þau væru þar gestir í fjárhúsi, eða frá Nasaret. Eftir að vitringarnir fara, er Jósef sagt að flýja til Egyptalands, og dvelja þar, þar til Heródes deyr (Matt 2:15). Heródes lifði að lágmarki í tvö ár eftir að Jesús fæddist, þar sem hann uppgvötaði að vitringarnir höfðu svikið hann tveimur árum eftir fæðingu Jesú, og lætur drepa öll sveinbörn í Betlehem og nágreni (Matt 2:16). Eftir að Heródes deyr, er Jósef sagt í draumi að fara aftur til Ísrael, og hann stefnir eðlilega til síns gamla hemilis í Betlehem í Júdeu. En þar sem hann var hræddur við að fara þangað, ákvað hann að setjast að í Nasaret (Matt 2:21-23). Ekki er með nokkru móti gefið í skyn að hann hafi búið þar áður. Hann settist þar að.

Raymond Brown er höfundur doðrants, sem er 725 blaðsíður, um fæðingasögurnar um Jesú. Hann segir í "The Anchor Bible Dictionary": "In chapter 2 in each gospel, the basic birth and postbirt stories are totally different to the point that the two are not plausibly reconcilable."

John W. Loftus, segir í bók sinni "Why I became an Atheist" um frásögurnar af fæðingu Jesú í Matteusi og Lúkasi: "The attempt to hamonize these gospel accounts by resorting to some very sophisticated intellectual gymnastics requires that a person create an entierly new account of his own not to be found in any of the Gospels - a gospel of one's own. But in fact it cannot be done without the addition of several ad hoc hypotheses. So such an attempt "dies the death of thousand qualifications," so to speak." Ég er sammála Loftusi.


Ég er ekki lengur (eins mikill) sérvitringur.

Ég er kominn með Facebook.

Réttarhöldin yfir Guði

Elie Wiesel er Nóbelsverðlaunahafi, prófessor og rithöfundur af gyðingaættum, fæddur árið 1928. Hann lifði af helförina. Hann lýsir því hvernig honum leið, kvöldið sem hann kom í þýsku útrýmingabúðirnar í Birkenau í bók sinni "Nóttin" (La Nuit).

"Never shall I forget that night, the first night in camp, that turned my life into one long night seven times sealed. Never shall I forget that smoke. Never shall I forget the small faces of the children whose bodies I saw transformed into smoke under a silent sky. Never shall I forget those flames that consumed my faith forever. Never shall I forget the nocturnal silence that deprived me for all eternity of the desire to live. Never shall I forget those moments that murdered my God and my soul and turned my dreams to ashes. Never shall I forget those things, even were I condemned to live as long as God Himself. Never." (Úr bókinni "Nóttin" eftir Elie Wiesel, bls 34)

Bókin og leikritið "Réttarhöldin yfir Guði" eru sögð byggja á atburði sem Wiesel sá í Auschwitz, þar sem hann sá þrjá gyðinga, sem voru að dauða komnir, halda réttarhöld yfir Guði. Eftirfarandi atriði úr leikritinu er afar áhrifamikið og vel leikið. Textinn sem leikararnir fara með er birtur hér fyrir neðan.

Rabbi Akiba: Who led us out of Egypt?

Judge: God led us out of Egypt.

Rabbi: I have a question. Why were we in Egypt to start with?

Judge: There was a famine, so we took shelter.

Rabbi: Who sent the famine?

Judge: Well we don't know much about the famine...

Rabbi: God sent the famine. So God sent us to Egypt and God took us out of Egypt.

Judge: And later he sent us out of Babylon in order that we might...

Rabbi: And when he brought us out of Egypt, how did he do it? By words, vision, miracle?

Judge: Moses asked Pharaoh...

Rabbi: And when Pharaoh said no?

Inmate: The plagues.

Rabbi: First Moses turned the Egyptians' water to blood. Then God sent the plague of frogs; next a plague of mosquitoes; then a plague of flies. Then he slew their livestock. Next a plague of boils. Next came the hail, which battered down the crops and even the trees and structures everywhere, except in Goshen where the Israelites lived.

Judge: But still Pharaoh did not agree.

Rabbi: And so a plague of locusts, and then the days of darkness, and finally what?

Judge: God slew the firstborn of Egypt and led us out of Egypt.

Rabbi: He struck down the firstborn, from the firstborn and heir of Pharaoh to the firstborn of the slave at the mill. He slew them all. Did he slay Pharaoh?

Judge: No, I don't think so. It was later.

Rabbi: It was Pharaoh that said no, but God let him live. And slew his children instead. All the children. And then the people made their escape taking with them the gold and silver and jewelry and garments of the Egyptians. And then God drowned the soldiers who pursued them. He did not close the waters up so that the soldier could not follow. He waited until they were following and then he closed the waters. And then what?

Judge: And then the desert and ultimately the promised land.

Rabbi: No. The promised land was empty and a new place, uncultivated.

Judge: No. There were...

Rabbi: When the Lord thy God shall bring you into the promised land you shall cast out many nations before you, nations much greater and mightier than you are. You shall smite them and utterly destroy them. Make no covenant with them and show no mercy to them.

Inmate: It shows us his favor. We are his people.

Rabbi: And he gave us a king in Saul. Now when the people of Amalek fought Saul's people, what did the Lord God command? I'll ask the scholar.

Scholar: Crush Amalek and put him under the curse of destruction.

Rabbi: Was Saul to show any mercy to spare anyone?

Scholar: Do not spare...

Rabbi: Do not spare him, but kill. Kill man, woman, babe, and suckling, ox, and sheep, cattle and donkey. So Saul set out to do this and on the way he met some Kenites. Now these were not Amalek's people, he had no quarrel with them. He urged them to flee. And the Lord our God was he pleased by the mercy of Saul, by the justice of Saul?

Scholar: No. No he wasn't.

Rabbi: And when Saul decided not to slaughter all the livestock and to take it to feed his people, was God pleased with his prudence, his charity?

Scholar: No.

Rabbi: No, he was not. He said, you have rejected the word of Adonai, therefore he has rejected you as king. And then to please the Lord our God, Samuel brought forth the king Agar and hacked him to pieces before the Lord at Gilgar.

After Saul there came David who took Bathsheba the wife of Uriah the Hittite to himself after arranging to have Uriah killed -- against the wishes of God. Did God strike David for this?

Scholar: In a manner of speaking...

Rabbi: Did he strike Bathsheba?

Scholar: In the sense that when they had...

Rabbi: Adonai said, since you have sinned against me, the child will die. (Turning to the judge) You asked earlier, who would punish a child? God does.

Rabbi: Now did the child die suddenly, mercifully, without pain?

Scholar: In a...

Rabbi: Seven days. Seven days that child spent dying in pain while David wrapped himself in sack and ashes and fasted and sought to show his sorrow to God. Did God listen?

Scholar: The child died.

Rabbi: Did that child find that God was just?

Did the Amalekites think that Adonai was just?

Did the mothers of Egypt -- the mothers -- did they think that Adonai was just?

Scholar: But Adonai is our God, surely...

Rabbi: Oh, what? Did God not make the Egyptians? Did he not make their rivers and make their crops grow? If not him, then who? What? Some other God? But what did he make them for? To punish them? To starve, to frighten, to slaughter them? The people of Amalek, the people of Egypt, what was it like for them when Adonai turned against them? It was like this.

Today there was a selection, yes? When David defeated the Moabites, what did he do?

Judge: He made them lie on the ground in lines and he chose one to live and two to die.

Rabbi: We have become the Moabites. We are learning how it was for the Amalekites. They faced extinction at the hand of Adonai. They died for his purpose. They fell as we are falling. They were afraid as we are afraid. And what did they learn? They learned that Adonai, the Lord our God, our God, is not good. He is not good. He was not ever good. He was only on our side.

God is not good. At the beginning when he repented that he had made human beings and flooded the earth. Why? What had they done to deserve annihilation? What could they have done to deserve such wholesale slaughter? What could they have done that was so bad? God is not good.

When he asked Abraham to sacrifice his son, Abraham should have said no. We should have taught our God the justice that was in our hearts. We should have stood up to him. He is not good. He has simply been strong. He has simply been on our side.

When we were brought here, we were brought by train. A guard slapped my face. On their belts they had written "Got mit uns" -- God is with us. Who is to say that he is not? Perhaps he is. Is there any other explanation? What we see here: his power, his majesty, his might, all these things that turned against us. He is still God, but not our God. He has become our enemy.

That is what's happened to our covenant. He has made a new covenant with someone else.

 


Galdrar, kraftaverk, draugar, og guðir.

Á þeim tíma sem guðspjöllin voru skrifuð, hélt megin þorri manna, að heimurinn væri fullur af göldrum, kraftaverkum, draugum og guðum. Menn voru afar trúgjarnir þegar kom að yfirnáttúrulegum skýringum og sögum. Í þessu umhverfi varð kristindómur til og náði útbreiðslu.

Hér er áhugaverð grein sem heitir Kooks and Quacks of the Roman Empire: A Look into the World of the Gospels

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sindri Guðjónsson

Höfundur

Sindri Guðjónsson
Sindri Guðjónsson

Ég heiti Sindri! Ég er trúlaus, og blogga hér aðallega um Biblíuna. (Ég er að vísu sem betur fer hættur þessu stússi)

 

Þú getur haft samband: sindri79(a)gmail.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...itvig
  • ...ysyvq
  • ...100_2438

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 2435

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband